FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2023
7.1.5.6 RSK 10.25 Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts
Handhafar vsk-númers verða að fylla út samanburðarskýrslu virðisaukaskatts, RSK 10.25, og skila með rekstrarskýrslu RSK 4.11 (eða rekstraryfirliti RSK 4.10). Skila þarf einni samanburðarskýrslu fyrir hvert vsk-númer.
Þeir sem skila landbúnaðarskýrslu RSK 4.08 eða skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 og eru aðeins með eitt vsk-númer í rekstrinum þurfa ekki að skila þessu eyðublaði. Samanburður á vsk-uppgjöri er hluti af útfyllingu þessara rekstrarblaða. Ef notuð eru fleiri en eitt vsk-númer í rekstrinum þarf hins vegar að skila RSK 10.25 fyrir hvert vsk-númer.
Hafi framteljandi ekki haft með höndum neina starfsemi á síðasta ári er nóg að skrá vsk-númerið í reit efst á RSK 10.25 en skila því að öðru leyti óútfylltu. Er litið á það sem yfirlýsingu um enga skattskylda veltu á árinu.
Í sumum tilvikum geta eftirfarandi eyðublöð einnig þurft að fylgja:
Þeir sem skila landbúnaðarskýrslu RSK 4.08 eða skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 og eru aðeins með eitt vsk-númer í rekstrinum þurfa ekki að skila þessu eyðublaði. Samanburður á vsk-uppgjöri er hluti af útfyllingu þessara rekstrarblaða. Ef notuð eru fleiri en eitt vsk-númer í rekstrinum þarf hins vegar að skila RSK 10.25 fyrir hvert vsk-númer.
Hafi framteljandi ekki haft með höndum neina starfsemi á síðasta ári er nóg að skrá vsk-númerið í reit efst á RSK 10.25 en skila því að öðru leyti óútfylltu. Er litið á það sem yfirlýsingu um enga skattskylda veltu á árinu.
Í sumum tilvikum geta eftirfarandi eyðublöð einnig þurft að fylgja:
- RSK 10.26 Leiðréttingarskýrsla virðisaukaskatts.
- RSK 10.27 Afstemming virðisaukaskatts vegna blandaðrar starfsemi.