Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.11.2024 14:59:07


Ξ Valmynd

7.4.3  Dreifing söluhagnaðar

Ef hluti söluandvirðis er greiddur með skuldabréfi til minnst þriggja ára er heimilt að dreifa þeim hluta söluhagnaðarins sem svarar til hlutdeildar skuldabréfanna í heildarsöluverði til skattlagningar á afborgunartíma bréfanna, þó að hámarki sjö ár. Frá og með tekjuárinu 2020 er þó heimilt að dreifa söluhagnaði á 20 ár þegar um er að ræða hagnað af sölu bújarða þar sem stundaður er landbúnaður, en hafa ber þó í huga að í þeim tilfellum er um atvinnurekstrartekjur að ræða, sem ekki skal gera grein fyrir á eyðublaðinu RSK 3.02.
Til skuldaviðurkenningar í þessu sambandi teljast ekki þær skuldir sem hvíla á hinni seldu eign og kaupandi tekur að sér að greiða.

Heimild til dreifingar fellur niður ef skuldaviðurkenning er seld.

 

Fara efst á síðuna ⇑