Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 11:59:12


Ξ Valmynd

5.1  Hvernig get ég sótt um að fá séreignarsparnað minn greiddan út?

Ef þú varst að kaupa þína fyrstu íbúð eða ert að byggja þá getur þú sótt um að fá greiddan út séreignarsparnað þegar þú hefur undirritað kaupsamning eða þegar nýbygging hefur fengið fastanúmer í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Þú sækir um á www.skattur.is og fyllir umsóknina út eins og form hennar gerir ráð fyrir.

Gefa þarf upp í hvaða séreignarsjóð þú greiðir og frá hvaða tíma þú vilt taka út séreignarsparnaðinn. Lengst getur það verið frá og með launagreiðslum fyrir júlí 2014 til kaupdags/skráningardags eignarinnar. Ein umsókn er fyrir hvern einstakling, hvort sem hann er í hjúskap, sambúð eða einhleypur.

 

Fara efst á síðuna ⇑