Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.4.2024 05:40:31


Ξ Valmynd

1.3.6  Frádráttur vegna niðurfærslna

Eftirtaldir liðir koma til frádráttar útreiknaðri leiðréttingu:
  1. Glötuð veðtrygging - afskrift
    Frá útreiknaðri leiðréttingu dregst samtala hlutdeildar einstaklings í niðurfellingu vegna fasteignaveðlána sem hafa glatað veðtryggingu í kjölfar nauðungarsölu eða annarrar ráðstöfunar eignar eftir 1. janúar 2008. 

  2. Allar áður fengnar leiðréttingar á fasteignaveðlánum sem komu til fyrir atbeina stjórnvalda koma til frádráttar útreiknaðri leiðréttingu. Þar er um að ræða:
  1. Afmáð vegna greiðsluaðlögunar
    Niðurfelling veðkrafna í kjölfar afmáningar fasteignaveðkrafna skv. 12. gr. laga nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

  2. Sértæk skuldaaðlögun
    Niðurfelling fasteignaveðkrafna sem mælt er fyrir um í samningi um sértæka skuldaaðlögun skv. 2. gr. laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sbr. samkomulag um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun, dags. 31. október 2009, með breytingum, dags. 22. desember 2010.

  3. Niðurfelling samkvæmt 110% leið
    Lækkun skulda samkvæmt eða í tilefni af samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði um verklagsreglur í þágu yfirveðsettra heimila, dags. 15. janúar 2011, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða XIV í lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, sbr. 1. gr. laga nr. 29/2011, óháð því hvort sótt hefur verið sérstaklega um slíka lækkun eða hún framkvæmd að frumkvæði lánveitanda.

  4. Niðurfelling í kjölfar greiðsluaðlögunar
    Niðurfelling fasteignaveðkrafna í kjölfar greiðsluaðlögunar samkvæmt lögum nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga. Gildir þetta þrátt fyrir ákvæði 33. gr. laga nr. 101/2010.

  5. Úrræði vegna tveggja fasteigna
    Niðurfelling fasteignaveðkrafna samkvæmt lögum nr. 103/2010, um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota. Gildir þetta þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 103/2010.

  6. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla
    Sérstök vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XLII í lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 164/2010. Þessi greiðsla var ákvörðuð við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 og tók mið af  skuldum vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Hámark greiðslunnar var 200.000 kr. á ári fyrir hvern mann og 300.000 kr. á ári fyrir einstætt foreldri og hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllti skilyrði fyrir samsköttun samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. 

  7. Ákvarðaðar lánsveðsvaxtabætur
    Ákvarðaðar lánsveðsvaxtabætur samkvæmt ákvæði til bráðabirgða LII í lögum nr. 90/ 2003, um tekjuskatt, sbr. 1. gr. laga nr. 43/2013.
     
  1. Önnur almenn lækkun eða niðurfelling fasteignaveðkrafna sem lögaðilar skv. 1. mgr. 2. gr. laga 35/2014 framkvæmdu frá og með 1. janúar 2008 og var sambærileg þeim úrræðum sem getur í b- og c-lið hér að framan og ekki telst til tekna samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXXVII í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, dregst frá útreiknaðri leiðréttingarfjárhæð.

 

Fara efst á síðuna ⇑