Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 13:05:26


Ξ Valmynd

2.4  Húsnæðissparnaður

Húsnæðissparnaður
Sá sem ekki á íbúðarhúsnæði til eigin nota en aflar sér þess fyrir 31. desember 2024 getur átt rétt á að taka út inneign í séreignarlífeyrissjóði, upp að ákveðnu hámarki, án þess að úttektin teljist til skattskyldra tekna. Er þetta það sem nefnt er húsnæðissparnaður. Ekki þarf að sækja um þetta fyrr en óskað er eftir úttektinni. Umsókninni skal beint til ríkisskattstjóra og láta fylgja gögn eins og þinglýstan kaupsamning, afsal eða gögn um skráningu á íbúðarhúsnæði í Þjóðskrá, ásamt staðfestingu um að umsækjandi sé ekki skráður eigandi að öðru íbúðarhúsnæði.

Tímabil
Heimild til úttektar nær til inneignar sem myndast hefur vegna launa á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2023, en hægt er að sækja um allt til 30. júní 2023.

Hámarksfjárhæðir
Hámarksúttekt, að öllum skilyrðum uppfylltum, er 500.000 kr. á ári hjá einhleypum og 750.000 kr. á ári hjá hjónum eða þeim sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, en takmarkast einnig við tiltekna skiptingu á eigin framlagi og framlagi launagreiðanda til séreignarsjóðs af iðgjaldsstofni á framangreindum launatímabilum. Um hámarksfjárhæðir og skiptingu þeirra gilda sömu reglur og um ráðstöfun á greiðslum inn á fasteignaveðlán.

Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, voru lögfestar heimildir til úttektar á séreignarsparnaði án skattskyldu hjá þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði áður.

 

Fara efst á síðuna ⇑