Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 23.11.2024 04:43:50


Ξ Valmynd

7.10.2  Sumardvöl barna

Greiðslur vegna sumardvalar barna á að gera upp sem rekstrartekjur. Til frádráttar þessum tekjum má færa sannanlegan kostnað sem færa skal á rekstrarreikning. Í stað þess að sundurliða kostnað á rekstrarreikning má færa fæðisfrádrátt á móti tekjum eftir sömu reglum og gilda fyrir dagvistun barna sbr. 7.10.1 og í stað sannanlegs viðhaldskostnaðar húsnæðis og húsbúnaðar, kostnaðar vegna hreinlætisvara, föndurvara, bóka o.þ.h. má færa 20% af heildartekjum, þegar frá hefur verið dreginn kostnaður vegna fæðis, enda sé um gistingu að ræða.

Gera skal sérstakan rekstrarreikning fyrir þessa starfsemi en ekki blanda henni saman við aðra starfsemi sem t.d. er færð á landbúnaðarskýrslu. Niðurstöðu þessa rekstrar skal færa á samræmingarblað ásamt niðurstöðum af öðrum rekstri og þaðan í reiti 24 og 62 á framtali.

 

Fara efst á síðuna ⇑