7.3.2 Frádráttur frá dagpeningum erlendis
Flokkur 1: Moskva, Singapúr, New York borg, Tókýó, Washington DC |
||||||
Almennir dagpeningar | Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa | |||||
Gisting | Annað | Gisting | Annað | |||
Janúar - Desember | SDR | 208 | 125 | 133 | 80 | |
Flokkur 2: Dublin, Istanbúl, Japan (nema Tókýó), London, Lúxemborg, Mexíkóborg, Seúl |
||||||
Gisting | Annað | Gisting | Annað | |||
Janúar - Desember | SDR | 177 | 106 | 113 | 67 | |
Flokkur 3: Amsterdam, Aþena, Bandaríkin (nema New York borg og Washington DC), Helsinki, Barselóna, Brussel, Genf, Hong Kong, Kanada, Kaupmannahöfn, Madrid, Osló, París, Róm, Stokkhólmur, Vín |
||||||
Gisting | Annað | Gisting | Annað | |||
Janúar - Desember | SDR | 156 | 94 | 100 | 60 | |
Flokkur 4: Aðrir staðir |
||||||
Gisting | Annað | Gisting | Annað | |||
Janúar - Desember | SDR | 139 | 83 | 89 | 54 |
Mat ríkisskattstjóra á leyfilegum frádrætti frá greiddum dagpeningum vegna ferða launamanns erlendis á vegum launagreiðanda síns miðast að hámarki við reglur ferðakostnaðarnefndar ríkisins um greiðslu dagpeninga eins og þær eru hverju sinni. Á þetta bæði við um greiðslu almennra dagpeninga og dagpeninga vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa. Heimill frádráttur miðast við SDR reiknieiningar. Gengi má finna á www.sedlabanki.is.
Í dálka 4 og 5 skal færa dagpeningana í íslenskum krónum og skal miða við gengi í lok ferðar. Hafi gisting launamanns verið greidd samkvæmt reikningi er honum einungis heimilt að draga fjárhæð samsvarandi „Annað“ frá fengnum dagpeningum. Samtölu úr dálki 4 skal færa í lið 2.2 á framtali (reit 23) og samtölu úr dálki 5 í lið 2.6 á framtali (reit 33). Frádráttur má aldrei vera hærri en fengnum dagpeningum nemur.
Ef launamaður hefur fengið greidda hærri dagpeninga en samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins telst það sem umfram er til skattskyldra tekna.