Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 22.11.2024 08:24:45


Ξ Valmynd

4.2.1  Fjöldi gistirýma

Við tilkynningu inn á stofnskrá gistináttaskatts skal skrá fjölda gistirýma sem í boði eru, sundurliðað eftir flokkum, svo sem fjölda húsa í útleigu eða fjölda herbergja í útleigu. Skrá skal fjölda gistirýma eins hann verður mestur yfir árið. Þannig skal hótel sem er með 35 herbergi í útleigu yfir vetrarmánuðina en 40 yfir sumarið skrá 40 í reitinn fyrir fjölda herbergja. Ekki skal skrá fjölda herbergja í húsi sem leigt er út í heilu lagi enda gerð grein fyrir því í fjölda húsa.

Gera þarf grein fyrir áætluðum fjölda tjaldstæða á tjaldsvæði. Stæði undir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla falla hér undir. Ef fjöldi tjaldstæða liggur ekki fyrir skal færa hér fjölda tjalda sem mest hefur verið á tjaldstæðinu í einu.

Í tilviki skála, farfuglaheimila og annarra staða sem bjóða gistingu í stökum rúmum og svefnpokaplássum skal færa heildarfjölda rúma og svefnpokaplássa sem eru til útleigu.

Tilgreina skal heildarfjölda annarra gistirýma en húsa, herbergja, tjaldstæða, rúma og svefnpokaplássa. Jafnframt skal tilgreina hvers eðlis þau eru.

 

Fara efst á síđuna ⇑