Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 28.3.2024 14:49:31


Ξ Valmynd

6.1.5  Þrep 5 - Stofngögnin

Stofnskjöl félagsins eru útbúin sjálfkrafa af RSK, en einnig er hægt að hlaða upp eigin stofnskjölum.

Stofnskjölin samanstanda af tilkynningunni, samþykktum, stofnskrá eða stofnsamingi eftir fjölda stofnenda og stofngerð eða stofnfundargerð eftir fjölda stofnenda. Hafi hlutafé verið greitt með öðru en reiðufé má sjá hér skýrslu stjórnar ásamt staðfestingu löggilts endurskoðanda eða lögmanns. Tilkynning er ávallt útbúin af RSK.

Athygli er vakin á því að hafi staðalgildi ekki verið valin getur RSK ekki útbúið samþykktir félagsins. Þegar stofnskjöl hafa verið samþykkt og smellt hefur verið á hnapp er segir áfram eru skjölin vistuð og tölvupóstur sendur til allra aðila er þurfa að undirrita skjölin rafrænt. Einnig er stofnuð krafa fyrir skráningargjaldinu í heimabanka skráningaraðila.

Hér á eftir er myndband sem fjallar um stofngögnin og samþykkt þeirra.

 

Fara efst á síðuna ⇑