Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.11.2024 13:28:51


Ξ Valmynd

4.1.2  Matsverð fasteigna

Fasteignir í byggingu teljast til eignar á kostnaðarverði skv. Húsbyggingarskýrslu RSK 3.03 en henni ber að skila vegna nýbygginga eða endurbóta á húsnæði (sjá nánar um eyðublaðið í kafla 7.5). Hafi fasteign t.d. verið metin fokheld til fasteignamats skal færa hana til eignar á því mati. Við bætist byggingarkostnaður sem til hefur fallið síðan, til ársloka 2019. Byggingarkostnaður vegna viðbygginga, breytinga eða endurbóta á þegar metnum eldri fasteignum skal færður sérstaklega til eignar á sama hátt.
 
Ómetnar fasteignir sem keyptar voru á árinu 2019 færast á kostnaðarverði, en eldri eignir á verði eins og það var fært í framtali 2019.
 
Fasteignir barna færast í þennan lið, með fasteignum forráðenda.

 

Fara efst á síðuna ⇑