FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2020
4.4 Aðrar eignir, áður ótaldar
Aðrar ótaldar eignir, sem eru framtalsskyldar, t.d. hjólhýsi, tjaldvagn, bátur, vélsleði, vélhjól o.fl., skulu taldar fram á kaup- eða kostnaðarverði. Hestar og önnur húsdýr færast samkvæmt eignamati, sjá kafla 8.1.6 Eignamat í landbúnaði.
Peningaeign færist í þennan kafla og skal færa erlenda mynt á kaupgengi í árslok. Aðrar eignir barna færast einnig hér.
Á sundurliðunarblaði eru, auk bifreiða, tilgreind önnur ökutæki sem skráð eru á framteljendur skv. ökutækjaskrá Samgöngustofu.
Beiðni um leiðréttingu á skráningu ökutækja skal komið til Samgöngustofu. Sjá www.us.is.