FYRSTA ÍBÚÐ
1.1.1 Dæmi A
Einstaklingur kaupir sína fyrstu íbúð í september 2017 og óskar eftir að taka út uppsafnaðan séreignarsparnað frá upphafi (lengst frá 1. júlí 2014)
Tímalína
-
1. júlí 2014
Eldri heimild til að taka út séreignarsparnað vegna öflunar á íbúðarhúsnæði tók gildi.
-
Nóvember 2015
Viðkomandi byrjar að greiða í séreignarsjóð af launum sínum.
-
1. júlí 2017
Nýjar reglur um heimild til að taka út séreignarsparnað vegna kaupa á fyrstu íbúð taka gildi.
-
September 2017
Viðkomandi undirritar kaupsamning að sinni fyrstu íbúð.
Kjósi hann að sækja um úttekt á séreignarsparnaði sínum frá því að hann hóf greiðslur myndi samfellt 10 ára tímabil hefjast frá og með 1. nóvember 2015.
-
September 2018
Umsóknarfrestur rennur út. Sækja þarf um innan tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings.
Samfellt 10 ára tímabil getur í þessu dæmi hafist frá og með nóvember 2015, er viðkomandi hóf greiðslur í séreignarsjóð eða síðar.