Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.11.2024 00:04:55


Ξ Valmynd

1.9  Rof á iðgjaldagreiðslum

Ef umsækjandi einhverra hluta vegna hættir að greiða í séreignarlífeyrissjóð leiðir af sjálfu að ekki er hægt að taka út eða greiða inn á lán vegna launagreiðslna á þeim tíma. Engu að síður telst sá tími sem þannig rof verður á greiðslum til heildartímans sem ráðstöfun er heimil, þ.e. tíu ára tímabilsins. Vari slíkt rof á greiðslum í lengri tíma en tólf mánuði þarf viðkomandi að endurnýja umsókn sína um ráðstöfun hefji hann greiðslu á iðgjöldum á nýjan leik áður en tíu ára samfelldu tímabili er lokið frá því að hann fyrst ráðstafaði iðgjöldum vegna kaupa á fyrstu íbúð.

Dæmi:
Maður hefur tekið út og ráðstafað iðgjöldum vegna launagreiðslna á tímabilinu 1. júlí 2017 til og með desember 2018. Á árinu 2019 fer hann í skóla og hefur engar launatekjur á því ári. Hann hefur aftur launað starf í júní 2020. Vilji hann aftur ráðstafa iðgjöldum sínum í tengslum við kaup á fyrstu íbúð þarf hann að endurnýja umsókn sína. Eftir sem áður telst heildartíminn sem ráðstöfun er heimil frá 1. júlí 2017 og lýkur því 30. júní 2027.

 

Fara efst á síðuna ⇑