Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 18.1.2025 12:27:53


Ξ Valmynd

8.3.1  Útreikningur á tekjuskatti og útsvari

Vegna millifærslu á persónuafslætti hjá hjónum og sambúðarfólki þarf alltaf að reikna fyrst út gjöld þess sem hefur lægri tekjur.
 
Af fyrstu 5.353.634 kr. reiknast 16,55% tekjuskattur, af næstu 9.676.380 kr. reiknast 23,05% tekjuskattur og af stofni umfram 15.030.014 kr. reiknast 31,35% tekjuskattur. Útsvar er breytilegt eftir sveitarfélögum. Meðaltalið var 14,93% á tekjuárinu 2024.
 
Tekjuskatts- og útsvarsstofn 1)

15.500.000

 
16,55% tekjuskattur af 5.353.634 kr.             +  886.026  
23,05% tekjuskattur af 9.676.380 kr.           + 2.230.406  
31,35% tekjuskattur af 469.986 kr.                  +

147.341

 
Persónuafsláttur 2)                                        -

779.112

3)

Tekjuskattur    =

2.484.661

4)
     
Útsvar - 14,93% af stofni 5)                         +

2.314.150

 
Persónuafsláttur til greiðslu útsvars            -

0

6)

Útsvar til innheimtu   = 

2.314.150

 
  1. Samkvæmt tölulið 2.7 á framtali.
  2. Persónuafsláttur vegna tekna á árinu 2024 er kr. 779.112.
  3. Til viðbótar venjulegum persónuafslætti getur komið millifærður persónuafsláttur frá maka, sbr. 6).
  4. Ef reiknaður tekjuskattur er lægri en persónuafsláttur verður tekjuskatturinn 0 en ónýttur afsláttur færist niður í línuna: Persónuafsláttur til greiðslu útsvars.
  5. Útsvar er mismunandi eftir sveitarfélögum. Er á bilinu 12,44% til 14,97%.
  6. Ónýttur persónuafsláttur gengur til greiðslu útsvars. Sé þá enn ónýttur afsláttur gengur hann til maka hjá samsköttuðum einstaklingum. Sé enn eftir ónýttur afsláttur ganga 22/31 af því sem ónýtt er til greiðslu á skatti á fjármagnstekjur, en fellur að öðru leyti niður.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑