Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 18.1.2025 12:25:17


Ξ Valmynd

1.7.1  Skilafrestir

Framtalsgerð 2025 verður með svipuðum hætti og síðustu ár. Skilafrestur er til föstudagsins 14. mars. Ekki verður um aukinn skilafrest að ræða. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda. Framtölum dánarbúa manna, er létust á árinu 2023 eða fyrr og var ekki lokið skiptum á í árslok 2023, skal skila í framtalsfresti lögaðila, sem er til 31. maí. Fagframteljendur (t.d. endurskoðendur og bókarar) hafa rýmri tímamörk en einstaklingar og lögaðilar.
 
Heimilt er að beita álagi á skattstofna ef framtali er ekki skilað á réttum tíma og eins ef framteljandi gefur rangar upplýsingar á framtali eða í fylgiskjölum.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑