3.13 Arður og söluhagnaður hlutabréfa á markaði í frítekjumarki fjármagnstekna
Frá og með framtali 2021 (tekjuári 2020) bætist arður og söluhagnaður hlutabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði inn í frítekjumark fjármagnstekna. Í framtalinu er arði frá íslenskum hlutafélögum sem voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði á árinu 2024 safnað saman af eyðublaðinu RSK 3.19 og sú fjárhæð birt í upplýsingaskyni í sérstökum reit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan arð á RSK 3.19 blaðinu.
Á sama hátt er söluhagnaði vegna hlutabréfa íslenskra hlutafélaga sem voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði á árinu 2024 safnað saman af eyðublaðinu RSK 3.19 og sú fjárhæð birt í upplýsingaskyni í sérstökum reit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan söluhagnað á RSK 3.19 blaðinu.
Til einföldunar er gengið út frá því að öll erlend hlutabréf á hlutabréfablaðinu RSK 3.19 séu skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, og því er allur arður og söluhagnaður slíkra bréfa tekinn með í frítekjumark fjármagnstekna. Arðinn má sjá í reit 324 í kafla 3.6 á framtalinu, en söluhagnaðurinn kemur með söluhagnaði íslenskra bréfa á markaði og birtist í sérstökum upplýsingareit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan söluhagnað á RSK 3.19 blaðinu.
Athuga ber að söluhagnaður sem tekinn er inn í frítekjumark fjármagnstekna getur ekki orðið hærri fjárhæð en sá nettósöluhagnaður (söluhagnaður mínus sölutap allra hlutabréfa) sem fram kemur í reit 164 í kafla 3.8 á framtalinu. Sá söluhagnaður hlutabréfa sem fer inn í frítekjumark fjármagnstekna er því lægri talan af fjárhæðinni í reit 164 eða summu söluhagnaðar íslenskra hlutabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði + söluhagnaði allra erlendra hlutabréfa.
Ef framteljandi veit að arður eða söluhagnaður erlends félags á RSK 3.19 stafar frá félagi sem ekki er á skipulegum verðbréfamarkaði, þarf hann að leiðrétta fjárhæðina sem fer inn í frítekjumark fjármagnstekna í sérstökum leiðréttingarreit, sem birtist neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins ef til staðar er arður eða söluhagnaður erlendra hlutabréfa. Villuprófun í framtalinu gefur villu ef slík innfærð leiðrétting er umfram arð og söluhagnað af erlendum hlutabréfum.
Svona lítur þetta út í netframtalinu:
Neðangreind íslensk hlutafélög voru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði (Kauphöllinni eða First North markaðnum) á árinu 2024:
Kennitala |
Nafn |
6712219740 | Alvotech (erlent félag (LUX)) |
6001229910 | Amaroq Minerals Ltd. (erlent félag (CAN)) |
5810080150 |
Arion banki hf. |
5411850389 |
Brim hf. |
5909023730 |
Eik fasteignafélag hf. |
6904090460 |
Eimskipafélag Íslands hf. |
5402062010 |
Festi hf. |
6603190180 | Fly Play hf. |
6702032120 |
Hagar hf. |
5901693079 |
Hampiðjan hf. |
6301091080 | Heimar hf. (áður Reginn hf.) |
6110881329 |
Iceland Seafood International hf. |
6312051780 |
Icelandair Group hf. |
5809239920 | Icelandic Salmon AS (erlent félag (NOR)) |
6601691219 | Ísfélag hf. |
4910080160 | Íslandsbanki hf. |
4906171320 |
Kaldalón hf. |
4906239810 | Kaldvik (erlent félag NOR) |
6309141080 |
Klappir Grænar Lausnir hf. |
5405022930 |
Kvika banki hf. |
6204830369 |
Marel hf. |
6209160560 | Nova Klúbburinn hf. |
5004249580 |
Oculis Holding (erlent félag (Sviss)) |
7112080700 |
Reitir fasteignafélag hf. |
5702697479 | Síldarvinnslan hf. |
4602070880 |
Síminn hf. |
6509091270 |
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. |
5902691749 |
Skel fjárfestingafélag hf. |
6002692089 |
Sláturfélag Suðurlands svf. |
6009132550 | Solid Clouds hf. |
4709051740 |
Sýn hf. |
6906892009 |
Vátryggingafélag Íslands hf. |
4203697789 | Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. |
5602710189 | Össur hf. (skráð í kauphöll í Kaupmannahöfn) |