FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2023
9.4 Séreignarsparnaður
Ég nýtti mér heimild til að taka út hluta af séreignarsparnaðinum mínum – hefur það áhrif á greiðslu vaxtabóta eða barnabóta?
Svar: Nei sérstök greiðsla séreignarsparnaðar sem heimiluð var tímabundið vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur ekki áhrif á vaxtabætur eða barnabætur. Færa ber greiðslu í reit 143 á tekjusíðu framtals.