Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 23:00:05


Ξ Valmynd

7.1.5.7  RSK 10.26 Leiðréttingarskýrsla virðisaukaskatts

Ef fram kemur mismunur í staflið B á samanburðarskýrslu virðisaukaskatts RSK 10.25, eða í virðisaukaskattskaflanum á skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 eða á landbúnaðarskýrslu RSK 4.08, skal sundurliða þann mismun eftir uppgjörstímabilum á RSK 10.26.
 
Skýrslu þessa skal því fylla út ef þörf er á að leiðrétta fyrri uppgjör og skil á virðisaukaskatti.
 
Skýrslan er einungis til nota fyrir þá aðila sem skila virðisaukaskatti á tveggja, sex eða tólf mánaða fresti (aðilar í fiskvinnslu skulu fylla út skýrsluna að teknu tilliti til bráðabirgðaskila fiskvinnslu). Þeir sem hafa heimild til að nota skemmri uppgjörstímabil þurfa að gera leiðréttingar á pappír, þ.e. þeir skulu fylla út venjulega skýrslu (RSK 10.01) og rita á hana textann “Ný og leiðrétt skýrsla”.
 
Leiðréttingarskýrslu á að skila fyrir hvert virðisaukaskattsnúmer þar sem fram kemur mismunur.
 
Skýrslu með jákvæðan mismun (ef niðurstöðutala í reit M er til greiðslu í ríkissjóð) skal gjaldandi prenta út og senda til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt greiðslu!

 

Fara efst á síðuna ⇑