Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 19:08:00


Ξ Valmynd

7.10.4  Stuðningsfjölskyldur

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna barna teljast að fullu til skattskyldra tekna en á móti má færa til frádráttar beinan kostnað vegna umönnunar og dvalar barnanna, enda sé lögð fram sundurliðun um sannanlegan kostnað. Í stað sundurliðaðs kostnaðar er heimilt að færa fæðisfrádrátt eftir sömu reglum og heimilað er vegna dagvistunar barna, sbr. 7.10.1. Í stað sannanlegs viðhaldskostnaðar húsnæðis og húsbúnaðar, kostnaðar vegna hreinlætisvara, föndurvara, bóka o.þ.h. má færa 25% af tekjum, öðrum en tekjum vegna fæðissölu ef um dagvistun er að ræða, en 20% ef um sólarhringsvistun er að ræða. Kostnað sem leiðir af sérþörfum barnsins vegna fötlunar má færa til frádráttar, auk frádráttar samkvæmt mati ríkisskattstjóra, enda sé gerð grein fyrir honum.

Gera skal grein fyrir greiðslum í lið 2.3 á framtali og frádrætti frá þeim í lið 2.6, reit 157 samkvæmt greinargerð. Ef skilað er pappírsframtali þarf að fylgja greinargerð um tekjur og frádrátt. 

 

Fara efst á síðuna ⇑