FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2022
7.6.1.1 Kennitala í árslok 1996
Kaupverð hlutabréfa, sem framteljandi hefur eignast við samruna hlutafélaga telst vera kaupverð þeirra hlutabréfa sem hann lét af hendi við sameiningu félaganna. Ef framteljandi hefur eftir 1996 eignast hlutabréf við sameiningu og þau hlutabréf sem hann lét af hendi voru í eigu hans í árslok 1996 þá þarf að færa inn kennitölu þess félags sem slitið var við þá sameiningu. Þetta er nauðsynlegt til að finna jöfnunarverðmæti hlutabréfanna sem hann lét af hendi.
Jöfnunarverðmæti hlutabréfa er nafnverð þeirra í árslok 1996 margfaldað með jöfnunarstuðli félagsins. Kaupverð hlutabréfa sem framteljandi átti í árslok 1996 telst vera jöfnunarverðmæti þeirra eða raunverulegt kaupverð framreiknað til ársloka 1996 ef það er hærra.
Jöfnunarverðmæti hlutabréfa er nafnverð þeirra í árslok 1996 margfaldað með jöfnunarstuðli félagsins. Kaupverð hlutabréfa sem framteljandi átti í árslok 1996 telst vera jöfnunarverðmæti þeirra eða raunverulegt kaupverð framreiknað til ársloka 1996 ef það er hærra.