FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2020
9.1 Gjaldþrot launagreiðanda
Fyrirtækið sem ég vann hjá varð gjaldþrota á árinu 2019 og ég fékk ekki greidd öll laun sem ég átti inni. Hvernig geri ég grein fyrir þessu á skattframtali?
Svar: Launin sem þú hefur ekki fengið greidd vegna gjaldþrots launagreiðanda skal ekki færa til tekna en þú skalt gera grein fyrir þeim í athugasemdum á skattframtali, lið 1.4. Rétt er að taka fram að greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa skal síðan telja til tekna á greiðsluári.