FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2020
5.5 Aðrar skuldir og vaxtagjöld
Skuldir vegna kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis til eigin nota færast undir lið 5.2 en hér færast aðrar skuldir og vaxtagjöld af þeim. Hér skal meðal annars færa yfirdrátt á tékkareikningi og skuldir vegna greiðslukorta.
Verðtryggðar skuldir færast með áföllnum verðbótum í árslok. Óverðtryggðar skuldir færast á nafnverði eftir síðustu afborgun.
Skuldir í erlendri mynt skal telja á sölugengi í árslok.
Skuldir barna innan 16 ára færast einnig hér.
Áritaðar „Aðrar skuldir“
Á framtalið eru áritaðar undir þessum lið upplýsingar um námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN), en þær eiga að stemma við yfirlit sem lánþegar geta nálgast á „Mínu svæði“ hjá LÍN.
Einnig eru árituð hér ökutækjalán frá tryggingarfélögum sem og fjármögnunarleigum ef ökutæki telst í eigu lántakanda og skuld vegna hvers ökutækis er skráð á framtalið.
Jafnframt eru frá og með framtali 2010 áritaðar hér flestallar aðrar skuldir sem skattyfirvöld fá vitneskju um frá fjármálastofnunum og öðrum aðilum, t.d. yfirdráttarskuldir, skuldir við greiðslukortafyrirtæki, skuldir opinberra gjalda o.fl.
Ýmsar lánaupplýsingar (5.2 eða 5.5)
Upplýsingar um lán frá bönkum, sparisjóðum, lífeyrissjóðum og verðbréfafyrirtækjum eru áritaðar á sundurliðunarblað og í flestum tilvikum einnig á framtal. Þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þessi lán veita rétt til vaxtabóta eru þau ekki árituð á framtalið og þarf framteljandi sjálfur að færa þau á viðeigandi stað, þ.e. lið 5.2 á framtalið, ef þau eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, annars í lið 5.5, eða á viðeigandi rekstrarblað ef þau tengjast rekstri. Á sundurliðunarblaðinu eru einnig lánaupplýsingar vegna ökutækja. Sé ekki ljóst hvort lánið sé vegna ökutækis sem notað er í rekstri eru lánin þó ekki árituð á framtalið heldur þarf framteljandi sjálfur að færa þau á viðeigandi stað.
Ýmsar lánaupplýsingar (5.2 eða 5.5)
Upplýsingar um lán frá bönkum, sparisjóðum, lífeyrissjóðum og verðbréfafyrirtækjum eru áritaðar á sundurliðunarblað og í flestum tilvikum einnig á framtal. Þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þessi lán veita rétt til vaxtabóta eru þau ekki árituð á framtalið og þarf framteljandi sjálfur að færa þau á viðeigandi stað, þ.e. lið 5.2 á framtalið, ef þau eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, annars í lið 5.5, eða á viðeigandi rekstrarblað ef þau tengjast rekstri. Á sundurliðunarblaðinu eru einnig lánaupplýsingar vegna ökutækja. Sé ekki ljóst hvort lánið sé vegna ökutækis sem notað er í rekstri eru lánin þó ekki árituð á framtalið heldur þarf framteljandi sjálfur að færa þau á viðeigandi stað.