Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.11.2024 15:49:31


Ξ Valmynd

7.1.5.4  RSK 4.05 Launaframtal

Sundurliðun tryggingagjaldsstofns er gerð á launaframtalinu. Reiknað endurgjald, launagreiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð mynda stofn til tryggingagjalds. Sundurliðun tryggingagjaldsstofns er í þremur köflum á eyðublaðinu. Kafli A er fyrir eigið reiknað endurgjald. Ekki þarf að fylla út þann kafla nema breyta þurfi þeirri skiptingu reiknaðs endurgjalds niður á mánuði sem þar er. Ef reiknað endurgjald er lægra en 450.000 kr. á ári fellur það utan staðgreiðslu og þarf því ekki að sundurliða það niður á mánuði. Stofn til tryggingagjalds fyrir reiknað endurgjald við eigin atvinnurekstur getur ekki orðið lægri en kr. 748.224 fyrir fullt starf.

Ef reiknað endurgjald er lægra og um er að ræða fullt starf, skal bæta því sem á vantar í leiðréttingarreit fyrir gjaldstofninn, þannig að stofninn verði kr. 748.224. Er þá mótframlag í lífeyrissjóð ekki meðtalið.

Fylla þarf út kafla B ef um laun er að ræða til annarra eða maki er með reiknað endurgjald. Þá þarf að skipta þeim stofni til tryggingagjalds niður á mánuði. Í kafla C kemur fram gjaldstofn til tryggingagjalds samtals. Ef laun eða hluti þeirra er vegna fiskveiða skulu þau sundurliðuð í þessum kafla niður á mánuði, en þau mynda stofn til iðgjalds vegna slysatryggingar sjómanna.

Sjá nánar á bls. 38-39 í Framtalsleiðbeiningum rekstraraðila 2020.

 

Fara efst á síðuna ⇑