Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 13:32:25


Ξ Valmynd

7.19.4  Samstarfsverkefni

Samstarfsverkefni

Til að nýsköpunarverkefni geti talist samstarfsverkefni þarf það að vera í eigu tveggja eða fleiri óskyldra aðila.  Reglur um styrkhæfan kostnað gilda fyrir verkefnið í heild, en skattfrádrætti er skipt milli fyrirtækjanna sem taka þátt í því.  Skrá yfir alla eigendur verkefnis skal fylgja skattframtali á eyðublaðinu RSK 4.22, Nýsköpun – samstarfsverkefni.

Aukið styrkhæfi

Samstarfsverkefni nýtur aukins styrkhæfis ef eitthvert eftirtalinna skilyrða er uppfyllt:

  • Að verkefnið feli í sér samvinnu í það minnsta eins lítils eða eins stórs fyrirtækis, eða samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi og að ekkert fyrirtæki fari með meira en 70% af styrkhæfum kostnaði.
  • Að verkefnið feli í sér samstarf við rannsóknarstofnun sem fer með a.m.k. 10% hlut og hefur rétt til að birta niðurstöður verkefnisins.
  • Að um sé að ræða rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis.
  • Að umsækjandi sé stórt fyrirtæki sem vinnur verkefni í samvinnu við að minnsta kosti eitt lítið eða eitt stórt fyrirtæki, eða að verkefnið sé samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi.

Sjá nánar um styrkhæfi í 15. grein laga nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.  Ef verkefnið uppfyllir skilyrðið um aukið styrkhæfi getur opinber stuðningur að hámarki orðið sem hér segir:

Stærð fyrirtækis

Þróunarverkefni

Rannsóknarverkefni

Lítið

60%

80%

Meðalstórt

50%

75%

Stórt

40%

65%

Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt.

 

Fara efst á síðuna ⇑