7.10.3 Fósturbörn
Greiðslur vegna barna sem sett eru í fóstur af barnaverndarnefnd eða meðferðarstofnun skulu teljast til tekna. Til frádráttar þessum greiðslum má færa sannanlegan kostnað sem beint tengist tekjunum. Í stað sannanlegs kostnaðar má færa frádrátt sem svarar til tvöfalds barnalífeyris vegna hvers barns, en þó aldrei hærri fjárhæð en nemur greiðslunum. Á árinu 2015 nam tvöfaldur barnalífeyrir 644.712 kr. eða 1.766 kr. á dag. Gera skal grein fyrir greiðslunum í lið 2.3 á framtali og frádrætti í lið 2.6, reit 157, samkvæmt greinargerð. Ef skilað er pappírsframtali þarf að fylgja greinargerð um tekjur og frádrátt.
Þessi regla á þó ekki við þegar um er að ræða reglubundna starfsemi sem felst í að taka börn í fóstur frá barnaverndarnefnd eða meðferðarstofnunum. Þá skal telja greiðslur til tekna sem rekstrartekjur og rekstrarkostnað til frádráttar eftir almennum reglum þar um. Gera skal grein fyrir tekjum og frádrætti á RSK 4.10 eða 4.11 eftir umfangi rekstrar.