Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 2.5.2024 13:50:48


Ξ Valmynd

1.1.3  Dæmi C

Einstaklingur sem keypti sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 og nýtti sér eldri heimild til að taka út séreignarsparnað


Tímalína

 
  •  

    1. júlí 2014

    Eldri heimild til að taka út séreignarsparnað vegna öflunar á íbúðarhúsnæði tók gildi.

    Í þessu dæmi átti viðkomandi ekki íbúð á því tímamarki.

  •  

    Janúar 2016

    Viðkomandi byrjar að greiða í séreignarsjóð af launum sínum.

  •  

    Nóvember 2016

    Viðkomandi undirritar kaupsamning um kaup á sinni fyrstu íbúð og sækir um að taka út séreignarsparnað vegna þess og greiða inn á lán.

    Úttektartímabilið í þessu dæmi hefst 1. janúar 2016

  •  

    1. júlí 2017

    Nýjar reglur um heimild til að taka út séreignarsparnað vegna kaupa á fyrstu íbúð taka gildi.

  •  

    31. desember 2017

    Umsóknarfrestur rennur út. Vilji viðkomandi nýta sér nýjar reglur um greiðslu inn á veðlán í samtals tíu ár frá því að ráðstöfun séreignarsparnaðar hófst þarf hann að sækja um það fyrir lok árs 2017 og má þá ráðstafa iðgjöldum til og með 31. desember 2025.

    Sé það ekki gert fellur heimild til að greiða inn á lán niður miðað við 30. júní 2021, þ.e. ef viðkomandi hefur kosið að framlengja ráðstöfun séreignarsparnaðar skv. eldra úrræði.

 

Fara efst á síðuna ⇑