Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.4.2024 15:08:27


Ξ Valmynd

1.5  Umsókn - umsóknarfrestur

Sækja skal um úttekt á viðbótariðgjöldum vegna ráðstöfunar í tengslum við kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði til ríkisskattstjóra. Þetta er gert á þjónustusíðu hvers og eins einstaklings sem nálgast má á þjónustuvef ríkisskattstjóra, skattur.is

Umsókn um úttekt séreignarsparnaðar í tengslum við öflun á fyrsta íbúðarhúsnæði þarf að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir að kaup áttu sér stað með undirritun kaupsamnings. Sá sem t.d. kaupir íbúðarhúsnæði með kaupsamningi, dags. 1. janúar 2018, getur sótt um allt til loka þess árs.

Sé sótt um úttekt vegna nýbyggingar þarf umsóknin að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir að eignin fær fastanúmer í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Ef óskað er eftir ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán þarf umsókn þar um að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir öflun íbúðarhúsnæðis, þ.e. kaupdagur samkvæmt kaupsamningi eða þegar nýbygging fær fastanúmer í fasteignaskrá.

 

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑