Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 18.1.2025 12:28:26


Ξ Valmynd

2.3.9  Lífeyrisgreiđslur úr sérstökum séreignarsjóđum

Hér skal færa greiðslur úr "sérstökum" séreignarlífeyrissjóðum á árinu 2024.  Hér skal færa lífeyrisgreiðslu (útborgunar séreignar) úr séreignarsjóði sem ekki er myndaður með hefðbundnu leiðinni (allt að 4% framlag launþega og allt að 2% mótframlag launagreiðanda), t.d. sem myndast hefur af „Tilgreindri séreign“ eða ef séreignin hefur á sínum tíma myndast af hluta almenns framlags (15,5%) í lífeyrissjóðinn.

Þessar greiðslur ættu í flestum tilvikum að vera áritaðar á framtalið.

NB.  Greiðslur úr hefðbundnum séreignarlífeyrissjóðum skal færa í reit 140.  Greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum skal færa í reit 43.  Ráðstöfun/útborgun úr séreignarsjóði til íbúðarkaupa, umfram það sem skattfrjálst er, skal færa í reit 243.

 

Fara efst á síđuna ⇑