Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 28.3.2024 11:42:18


Ξ Valmynd

2.3  Skilríki á korti

Þú getur fengið rafræn skilríki á debetkort eða fengið þér svokölluð einkaskilríki. Þau eru jafngild skilríkjum á farsíma.
Til að nota rafræn skilríki á korti þarft þú kortalesara og sérstakan hugbúnað á tölvuna.

Sjá spurt og svarað á vefnum skilriki.is

Nexus Personal hugbúnaðurinn
Fyrir rafræn skilríki á korti þarf kortalesara og Nexus Personal hugbúnaðinn sem saman lesa skilríkin á kortinu.  Hugbúnaðurinn er gjaldfrjáls og eru mismunandi útgáfur fyrir Windows, Mac og Linux stýrikerfi.

Sjá nánari upplýsingar um hugbúnaðinn á vef Auðkennis

Kortalesari
Til að geta notað rafræn skilríki á korti þarf lítið tæki sem nefnt er kortalesari en hann les kortið og tengir það við tölvuna.
Í sumum nýrri fartölvum eru þessir lesarar innbyggðir en einnig er hægt að fá lyklaborð eru með innbyggða kortalesara. Annars er hægt að fá utanáliggjandi lesara sem tengjast í USB tengil á tölvunni í ýmsum raftækjaverslunum. Flest útibú bankanna útvega lesara gegn vægu gjaldi. Einfalt er að tengja lesara við tölvu með USB snúru

Hvar fæ ég einkaskilríki?
Einkaskilríki eru rafræn skilríki á korti sem hægt er að fá hjá Auðkenni ehf.
Þeir sem eiga rétt á höfuðstólsleiréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána geta fengið einkaskilríki án endurgjalds.

►Sjá nánar um einkaskilríki vegna leiðréttingarinnar

Sækja um einkakort hjá Auðkenni

 

Fara efst á síðuna ⇑