4.1.1 Tölvupóstur
Á síðunni Mínar stillingar er hægt að skrá þrjú tölvupóstföng. Póstföngin hafa mismunandi tilgang og eru eingöngu notuð af RSK vegna skattskila eða innheimtumanni ríkissjóðs vegna innheimtu opinberra gjalda. Í efstu línuna er skráð tölvupóstfang til almennra nota, þ.e. skattyfirvöld mega nota þetta tölvupóstfang til að gera notanda viðvart um hvaðeina er viðkemur skattskilum hans eða innheimtu. Í næstu línu getur notandi skráð tölvupóstfang sem hann vill að skattyfirvöld noti til að gera honum viðvart um atriði sem tengjast skattframtali, s.s. hvenær netframtalið opnar, hvenær hægt er að nálgast álagningaseðil á vefnum og annað því tengt. Í þriðju línu getur notandi skráð tölvupóstfang sem hann vill að skattyfirvöld noti til að gera honum viðvart um atriði sem tengjast gagnaskilum, s.s. fresti til að skila launamiðum o.þ.h. Í tveimur neðstu línunum koma fram tölvupóstföng sem tengjast skilum á staðgreiðslu og virðisaukaskatti. Skráning þeirra er framkvæmd í viðkomandi kerfi undir flipanum Vefskil".