Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 20:55:54


Ξ Valmynd

3.1.1.1  Aðgangur hjóna

Hjón eiga hvort sína þjónustusíðuna. Þar hafa þau bæði aðgang að sameiginlegu framtali og öðrum sameiginlegum gögnum s.s. afritum af framtölum fyrri ára. Upplýsingar sem alfarið tilheyra öðru hjóna er ekki hægt að sjá á þjónustusíðu hins (t.d. yfirlit úr staðgreiðsluskrá, greiðslustöðu hjá Fjársýslu ríkisins og eignir skv. Ökutækjaskrá).

Hver einstaklingur á sinn lykil.

Með því að úthluta hverjum einstaklingi eigin veflykli er hægt að veita aðgang að persónulegum gögnum án tillits til hjúskaparstöðu eða breytinga á henni. Hafi einstaklingar skilið að skiptum hefur fyrrverandi sambúðaraðili ekki aðgang að öðru en eldri sameiginlegum skattagögnum.

 

Fara efst á síðuna ⇑