Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 18:38:29


Ξ Valmynd

1.8.8  Erlendir bankareikningar og peningalegar eignir á sundurliðunarblaði


Á sundurliðunarblaðinu með skattframtali 2022 er að finna upplýsingar sem borist hafa erlendis frá um erlenda bankareikninga og aðrar erlendar peningalegar eignir, t.d. erlend hlutabréf eða verðbréf.

Listinn er hugsaður til áminningar fyrir framteljendur um að færa erlendar eignir sínar inn á skattframtal sitt.

Tekið skal fram að hér er um að ræða upplýsingar sem bárust um slíkar erlendar eignir sem framteljandi átti í árslok 2020.

Framteljendur þurfa að yfirfara þennan lista og færa eftir atvikum handvirkt inn á framtalið þær erlendu eignir sem þeir áttu í árslok 2021 og fjármunatekjur af þeim á árinu 2021.

Athugið að listinn er ekki endilega tæmandi upptalning á þeim erlendu eignum sem kunna að vera í eigu framteljanda í árslok 2021!

Erlenda bankareikninga (ásamt fjárhæð eignar í árslok 2021 og fjárhæð vaxta á árinu 2021) skal færa í kafla 3.2 á fjármagnstekjuhlið.

Erlend verðbréf (ásamt fjárhæð eignar í árslok 2021 og fjárhæð vaxta á árinu 2021) skal færa í kafla 3.3 á fjármagnstekjuhlið.

Erlend hlutabréf (ásamt fjárhæð eignar í árslok 2021 og fjárhæð arðs á árinu 2021) skal færa á eyðublað RSK 3.19.

 

Fara efst á síðuna ⇑