FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2019
3.2 Innstæður í erlendum bönkum
Hér skal færa innstæður í erlendum bönkum. Þær færast til eignar í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok, í reit 321. Vaxtatekjur af þeim færast, þegar þær eru lausar til ráðstöfunar, í reit 322. Vaxtatekjur sem falla til yfir árið má færa á meðalkaupgengi ársins.
Gjaldmiðill |
Meðalkaupgengi ársins (fyrir vaxtatekjur) |
Kaupgengi í árslok (fyrir innstæður) |
USD Bandaríkjadalur | 108,12 | 116,05 |
GBP Sterlingspund | 144,00 | 147,97 |
EUR Evra | 127,37 | 132,86 |
DKK Dönsk króna | 17,087 | 17,790 |
NOK Norsk króna | 13,268 | 13,363 |
SEK Sænsk króna | 12,419 | 12,982 |
CHF Svissneskur franki | 110,41 | 117,90 |
JPY Japanskt jen | 0,9773 | 1,0539 |
CAD Kanadadalur | 83,36 | 85,22 |
Upplýsingar um gengi annarra gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is