Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 23.11.2024 06:55:22


Ξ Valmynd

7.12  Erlendis búsettir með tekjur eða eignir hérlendis

Einstaklingar búsettir erlendis sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3. grein skattalaganna, vegna tekna, t.d. af útleigu íbúðarhúsnæðis eða sölu hlutabréfa hér á landi, skulu skila framtali þar sem gerð er grein fyrir þessum tekjum á þriðju síðu framtals í lið 3.7, reit 510.
 
Ef um útleigu íbúðarhúsnæðis er að ræða, sem ekki tengist atvinnurekstri, skal telja fram brúttóleigutekjur án frádráttar í reit 510. Neikvæður mismunur færist ekki á framtal. Gera skal grein fyrir nýtingu íbúðarhúsnæðis sem ekki gefur af sér tekjur í lið 1.4. Frítekjumark vegna útleigu á íbúðarhúsnæði sem nemur 50% af leigutekjum er ákvarðað við álagningu. Í lið 1.4 skal gera grein fyrir nýtingu íbúðarhúsnæðis sem ekki gefur af sér tekjur.
 
Nauðsynlegt er að fram komi að framteljandi eigi lögheimili erlendis, en hafi hann dvalið hér á landi við störf þarf að tilgreina dvalartíma. Jafnframt skal tilgreina umboðsmann hans á Íslandi.

Leiga á móti leigu
Hafi maður sem búsettur er erlendis leigutekjur af íbúðarhúsnæði hér á landi, er honum heimilt að draga frá þeim tekjum leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis vegna eigin nota erlendis. Eingöngu er heimilt að færa þennan frádrátt á móti leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er í útleigu vegna tímabundinna aðstæðna, t.d. náms, vinnu eða veikinda. Fylla skalt út eyðublaðið RSK 3.25.
 

 

Fara efst á síðuna ⇑