Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 13:50:48


Ξ Valmynd

4.6  Staðgreiðsla skatts af fjármagnstekjum í eigin atvinnurekstri

Í reit 309 skal færa þá staðgreiðslu sem haldið hefur verið eftir af fjármagnstekjum, sem mynduðust í atvinnurekstri á árinu 2015 og gerð hefur verið grein fyrir á eyðublaði vegna rekstrar (RSK 1.04, 4.11 eða 4.08).

Ef hjón eru bæði með eigin atvinnurekstur er samtala staðgreiðslu af fjármagnstekjum í rekstri þeirra beggja færð í einni tölu í þennan reit.
 
Hér á aðeins að færa staðgreiðslu af þeim tekjum sem stafa af eignum sem tilheyra atvinnurekstri. Staðgreiðsla af vöxtum og arði, sem eru atvinnurekstri óviðkomandi, fer í viðeigandi reiti í 3. kafla framtals.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑