Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 16.4.2024 09:03:44


Ξ Valmynd

7.21.2  Viðbót við auðlegðarskattsstofn - Hvað færist á framtal?

Auðlegðarskattur leggst á stofn sem er umfram 75.000.000 kr. hjá einhleypingi og 100.000.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Við þennan endurreikning hlutabréfaeignar þarf að hafa skattstofn fyrra árs til hliðsjónar, en hann kom fram á álagningarseðli 2013 (og er áritaður á fylgiskjalið RSK 3.23 með vefframtali).
Ef auðlegðarskattsstofn samkvæmt framtali 2013 náði ofangreindum mörkum fer fjárhæðin úr reitnum „Mismunur samtals“ óbreytt sem viðbót við auðlegðarskattsstofn á fjórðu síðu framtals.
Hafi stofninn á framtali síðasta árs verið lægri, en uppreiknaður stofn er hærri, þá færist það sem er umfram 75 eða 100 milljónir króna sem viðbót við auðlegðarskattsstofn á fjórðu síðu framtals.
Ef uppreiknaður stofn er lægri en ofangreind mörk færist engin viðbót á framtal.
Ath! Miðað er við stofn og fjölskyldustöðu á framtali fyrra árs.
Hjón fá hvort sitt eyðublaðið með helmingi hlutabréfaeignar í árslok 2012, eins og hún var talin fram í framtali 2013. Viðbót við auðlegðarskattsstofn er því það sem er umfram 50 mkr. hjá hvoru. Sama gildir um samskattað sambúðarfólk.
 

 

Fara efst á síðuna ⇑