Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.4.2024 11:27:10


Ξ Valmynd

6.9  Er munur á ráðstöfun inn á verðtryggt eða óverðtryggt lán?

Ef sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda inn á verðtryggt lán fer öll heimil fjárhæð til greiðslu inn á höfuðstól lánsins eins og hann stendur hverju sinni, þ.e. með verðbótum. 

Ef sótt er um ráðstöfun viðbótariðgjalda inn á óverðtryggt lán þá getur umsækjandi valið að ráðstafa þeim bæði inn á höfuðstól lánsins og afborganir eftir ákveðnum reglum.

Hjá þeim sem hafa fengið greitt út við kaup og/eða hafa verið að ráðstafa inn á veðlán er tekið tillit til þess tíma sem sú ráðstöfun nær yfir þegar óskað er eftir að greiða inn á óverðtryggt lán. Heimilt er að greiða inn á afborganir óverðtryggðra lána öll iðgjöld á fyrstu tólf mánuðum ráðstöfunar en síðan lækkar hlutfallið um 10% á hverju ári eftir það.

 

Fara efst á síðuna ⇑